Saturday, April 17, 2010

Betri tíð með blóm í haga

Það hljóta að teljast mikil gleðitíðindi að Sandkastalinn hefur opnað dyrnar að nýju eftir langa fjarveru frá sínum stóra aðdáendahópi.

Fátt finnst ritstjórn Sandkastalans jafnleiðinlegt og að lesa ferðablogg... En vegna hinnar takmarkalausu ánægju sem fylgir því að skrifa slíka frásögn hefst nú ritun slíks.

Þar af leiðandi hafa password verið rifjuð upp, template-um breytt og kommentakerfi virkjað.

Mission Kaupmannahöfn

Ferðafélagið veltir reglulega fyrir sér áskorunum ferðarinnar, vegur og metur vænlegan skóbúnað, hrúgar lyfjum í bakpokana og arkar reglulega, þó ekki sé nema um Elliðaárdalinn, til að viðhalda labb-getunni.

Og þó gert hafi verið ráð fyrir hinu ómögulega við ferðaplönun, í ljósi hinns óumflýjanlega "shit happens", var ferðalagið Reykjavík-Kaupmannahöfn sjaldan álitið mögulegur farartálmi.

En ó vei, jarðfræðidúóið knáaa hefði betur tekið móður náttúru með í reikninginn - og bíður nú flugfregna með öndina í hálsinum.

Fyrsti flugleggur er áætlaður á morgun, sunnudag, kl. 16. Frá Kaupmannahöfn er svo áætlað að fljúga mánudaginn kl. 14 alla leið til Bangkok.

Í ljósi þess að í dag er laugardagur hefur ferðafélagið ákveðið að halda sig við þetta plan þar til annað kemur i ljós. Enn fremur hafa væntingar þess til ferðalagsins aukist til muna; við erum í Reykjavík og þetta er strax farið að verða spennandi...

3 comments:

Maja said...

Við krossum bara putta Sandra sæta og vonum að Eyvi fari að hætta þessari vitleysu....eða fari að spúa í aðrar áttir! Annars góða ferð frá mér og mínum!

Steinunn said...

Sandkastalinn hefur aldrei verið bleikari! Húrra!

Soffía said...

Húrra fyrir Sandkastalanum! Vona að þetta gangi allt upp hjá ykkur!

Free counter and web stats