Saturday, May 22, 2010

Aftur i Kathmandu

Tha erum vid komin aftur til Kathmandu, eftir mjog Nepalskan morgun sem for i bid eftir flugi, bid eftir hotelherbergi og bid eftir hadegismat... Allt gert i miklum rolegheitum, ad sjalfsogdu og ekki verid ad stressa sig neitt a hlutunum! Og nu bidum vid eftir ad komast i sima, en hollensk pia af hotelinu hefur akvedid ad hertaka hann og talar stanslaust... Vid tokum thvi med nyuppgotvadri (i minu tilviki) tholinmaedi.

Astandid i Kathmandu er skritid. Thad er likt og borgin sofi, og greinilegt ad eitthvad liggur i loftinu - sem thad sannarlega gerir. I stuttu mali somdu maoistar um "frid" vid stjornarflokkana arid 2006 og var eitt af skilyrdunum fyrir thvi samkomulagi ad ny stjornarskra yrdi samin og tilbuin fyrir 28. mai 2010. Og nu rennur senn upp sa merki dagur, en enn bolar ekkert a stjornarskra, maoistum til mikillar armaedu.

Thad er tho ekki thar med sagt ad her se eitthvad stridsastand i uppsiglingu, sidur en svo. Adferdir maoistanna eru fridsamlegar og snuast um motmaelafundi og allsherjarverkfoll, en einsog folk getur imyndad ser er ekkert serlega gaman ad vera turisti a medan allsherjarverkfalli stendur. Svo skal thad tekid fram ad maoistum er serlega i mun ad styggja ekki ferdamenn thar sem ferdamannaidnadurinn er svo ad segja staersa von Nepal, sem er eitt allra fataeasta riki heimsins og thad fataekasta i Asiu.

A midvikudaginn aetludum vid ad fara til Pokhara sem er naeststaersta borg Nepal, ef borg skyldi kalla en okkur var radlagt ad kaupa flugmida til ad komast orugglega til baka ef, eda eiginlega thegar, til verkfalls kemur. Thad er ekki odyrt ad fljuga og ef til verkfalls kemur medan vid erum i burtu er thad avisun a endalaust vesen og otharfa stress svo vid akvadum ad vera skynsama folkid og halda okkur vid Kathmandu og nagrenni.

A morgun er okkur bodid i mat til leidsogumannsins okkar og konunnar hans asamt Bill og Druban, sem eg kvaddi eftir grunnbudaaevintyrid, og thad verdur abyggilega merkileg lifsreynsla. Bikrom er thegar buinn ad undirbua okkur og tilkynna okkur ad heima hja honum seu engin hnifapor, og ef mer svo mikid sem dettur i hug ad nota hina oaedri vinstri hond til ad borda verdi ef litin hornauga af ollum naerstoddum... Eg er svo fegin ad hann varadi hina orvhentu mig vid!

Annars er litid a dagskranni annad en ad skoda borgina, Kathmandu-dalinn og njota sidustu fridaganna (og krossa putta og vona ad verkfallid hefjist ekki a allra naestu dogum...).

Bestu kvedjur fra Nepal

No comments:

Free counter and web stats