Friday, May 21, 2010

Dahl baht i hadeginu og dahl baht a kvoldin

Nu erum vid komin til Lukla og sitjum her a Starbucks netkaffihusinu. Vid fengum okkur tho kaffi her handan vid gotuna i Lukla. Sidan i 5000 m hefur lifid verid ad kvikna og vid finnum a kroppunum okkar ad thad er mun edlilegra astand ad vera her adeins naer sjavarmali.
Fra Periche heldum vid til Namche. Umskiptin vid ad fara nidur fyrir 4000 m voru storkostleg. Thad byrjadi ad sjast grodur aftur og sidan gengum vid nidur i skog og loks til Namche. Thar for eg i sturtu i fyrsta skipti i ruma viku, thad var storkostlegt og eg haetti ad geta smurt braud med oliuframleidslunni i hofdinu a mer. Hvildardagur i Namche var vel theginn, spila, lesa, pool a pool-bar med Led Zeppelin og Metallicu a blastinu. Hljomar eins og draumastadur unglingsara minna. Thar er byrjad ad blasta stundvislega kl. 15 og svo langt fram eftir. Tibeskir baenasongvar taka svo vid um kl 5.30 og fram undir hadegi. A pool bar eru margar sogur sagdar. Einn nordmadur var thar, hann var skrytinn, gerdi eitthvad af ser fyrir jol og er buinn ad vera vimadur i Nepal sidan i januar. Hann filadi samt Bonnie 'Prince' Billy!

Vid gengum til Phakding i gaer og svo stuttur dagur til Lukla i dag. Hotelid okkar er alveg vid hina hrikalega flugbraut. Thad er storkostlegt ad komast nidur, tehusin verda snyrtilegri og snyrtilegri, klosettin breytast ur holum i snyrtilegustu vatnsklosett og meira ad segja haegt ad fara i almennilega sturtu og sidast en ekki sist verdur maturinn sifellt fjolbreytilegri... uppi eru eingongu kartoflur, hrisgrjon og stoku gulrot og hvitkal en sidustu daga erum vid jafnvel farin ad borda paprikur, spinat, blomkal og eg veit ekki hvad. Hef komist ad thvi ad kjot se ekki alveg malid. Dyrunum slatrad i Kathmandu, flogid til Lukla og svo borid a bakinu uppeftir, vid thekkjum thessa burdarmenn yfirleitt a lyktinni og flugunum.

En naestua faersla verdur skrifud fra storborginni Kathmandu, flug ekki alveg akvedin og plan naestu daga ekki heldur. Latum vita thegar ad vid vitum!

Bestu kvedjur
Steinthor

1 comment:

Anonymous said...

Snilldarskrif, Flott að þú komst upp á alla þessa tinda! Ekkert smá! Leiðinlegt að steinþór komst ekki með en svona er lífið víst

Njótið lífsins dúllurnar mínar =D

Kvepja Elna

Free counter and web stats