Tuesday, May 11, 2010

Chillad i Himalaya

Vid Sandra erum stodd akkurat nuna i thessum toludu ordum i Namche Bazaar. Hofudstad sherpanna. Thetta er thridji dagurinn a trekkinu. En byrjum nu a byrjuninni.
Vid komum til Kathmandu i mitt verkfall um daginn, man ekki hvad thad er langt sidan, thad var thrugandi astand en eg hitti a mann fra sama fyrirtaeki og eg versladi vid sidast a ferdum minum um Nepal. Vid gengum um autt Thamel hverfid, hann hringdi simtal thad kom madur mjog athugull og thegar allir voru vissir um ad engir maoistar vaeru a svaedinu hlupum vid inn diludum um ferdina. Tho voru ljosin ekki kveikt.

Kathmandu er aevintyraleg, stor en samt litil, klikkud en samt einhvern veginn audveld. Thar er eins og folki, husum, motorhjolum, bilum, stoku kum, hundum og otal rafmagnsvirum hafi verid blandad saman i fotu og sidan verid hellt ur.

En af stad i trekkid komumst vid a sunnudaginn. Fyrst var mjog aevintyralegt flug til Lukla. Eftirtekt voktu Storkostleg Himalayafjollin asamt handmalada 'Bannad ad reykja'-skiltinu. Lendingin a eftir ad lifa i minningunni, fyrst steypti flugvelin ser nidur, rykktist sidan upp og lenti a flugbrautinni sem er eiginlega allt of stutt og hallar um 20-30 gradur. Thannig naest ad stytta hana, flugvelar fljotari ad stoppa og svo steypa taer ser vist fram af og na hrada ut af hallanum. Allt utpaelt.

Gangan hofst um leid fra Lukla. Eg var med kvef, leid illa og skilst a myndum ad daema ad eg hafi verid med halfgerda skeifu. Sandra brosti hins vegar hringinn og fannst thetta allt storkostlegt sem thad audvitad er! Fyrsta nottin var i Phakding og i gaer komum vid til Namche. Vid finnum alveg fyrir haedinni herna, kroppurinn virkar fint og lappirnar eru ekkert threyttar, madur er bara svo rosalega modur. En thad a nu allt eftir ad lagast. I dag gengum vid upp a haedina ofan vid Namche og saum Everest, Lhotse, Ama Dablam svo eitthvad se nefnt. Thvilik fjoll og thvilikt utsyni! Aetla ekki einu sinni ad reyna ad lysa thvi!! Storkostlegt!!

Vid erum med guide, Bikrom sem hugsar vel um okkar og svo erum vid samferda hinum astralska Bill sem er med odrum guide fraenda Bikroms. Hann er fyndinn kall. Fyrrum rokkstjarna sem reykti mikid hass, bordadi tofrasveppi otaepilega og en er nu buinn ad snua vid bladinu og stundar joga, kung-fu asamt thvi ad vera mjog andlega thenkjandi. Vid erum strax oll ordin aldavinir.

Naestu daga eigum vid eftir ad fikra okkur lengra upp eftir og sja enn fleiri fjoll og enn meira utsyni.

Bid ad heilsa heim

5 comments:

Helga said...

Vá, þvílíkt ævintýri. Hlakka til að sjá myndir frá þessu ferðalagi í þriðjudagskortéri...

Unknown said...

Þetta er örugglega rosalegt ævintýri. Minnir á bíómynd að tala um maóista og þora ekki að kveikja ljósin. Hjörtun í okkur heima fara bara að slá svo lítið hraðar. Knús frá öllum heima og gangi ykkur vel. xxxxx

Ragnar Heiðar said...

Þetta hljómar ótrúlega vel. Vonandi að allt gangi í haginn. Steinunn heldur af landi brott eftir nokkrar klst. til Frakfúrts og svo áfram til Osaka. Hlakka til að sjá ykkur og sjá myndir!

Unknown said...

Gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur. Höfum verið að fylgjast með blogginu síðan leiðir skildi í Bankok.

Sandra said...

Gaman ad vita af ykkur, Asgeir og Brynja og takk fyrir sidast!

Free counter and web stats