Wednesday, May 26, 2010

Kathmanduposturinn

Sidustu dagar hafa verid ansi vidburdarrikir her i Kathmandu. A manudaginn voru miklir fagnadarfundir thegar vid hittum aftur tha Bill og Druban og forum asamt theim og Bikrom ut ad borda. Their fraendur foru med okkur a finasta veitingastadinn i Kathmandu og toku vin sinn med. Their voldu ofan i okkur dyrindis veitingar og reglulega komu thjonarnir med silfurkonnu og fylltu a rakshi staupid okkar, en rakshi er thjodardrykkur Nepala, vidbjodslegt hrisgrjonabrennivin... I lok kvoldsins kom svo audvitad i ljos ad vid attum ad borga! Sem betur fer deildum vid reikningnum med Bill, en hann var a vid vikureikning fyrir okkur svona undir venjulegum kringumstaedum... Thad er pinu erfitt ad utskyra fyrir folkinu her ad vid seum ekki beint vadandi i peningum! Hinsvegar er kannski allt i lagi ad splaesa svona einu sinni a thessa straka sem undir engum kringumstaedum gaetu leyft ser thennan luxus - medan thad eina sem vid thurfum ad gera er ad dreifa visareikningnum!

Kvoldid eftir var thad svo Bikrom sem var hofdinginn, en tha baud hann okkur heim til sin i Daal Baht! Hann er af efstu stettinni i Nepal, semsagt finasta og rikasta folkid. Samt byr hann asamt thremur braedrum sinum, konunum theirra og bornum i tveggja herbergja ibud rett utan vid Kathmandu. Hann og konan hans sofa i eldhusinu. Thad var greinilega ekkert sparad thegar vid maettum a svaedid, bordid svignadi undan alskyns graenmeti beint af markadnum og thad var meira ad segja buid ad kaupa kjukling, sem er algjor luxus her i  landi. Okkur var tekid einsog thjodhofdingjum og fjolskyldan hans hneigdi sig og beygdi fyrir okkur, nema yngsta barnid sem var daudhraett vid thetta risastora, hvita folk! Rett adur en maturinn var tilbuinn var rafmagnid tekid af. Her i Kathmandu, einsog annars stadar i Nepal, er rafmagn nefnilega skammtad. Thad skritna vid thad fyrirkomulag er ad enginn veit hvenaer rafmagnid er tekid af! Stundum a morgnana, stundum um midjan daginn og stundum a kvoldin. En thegar til thess kemur er thvi tekid af stoiskri ro og vanar hendur kveikja a vasaljosum og kertum. Vid bordudum semsagt kvoldmat i myrkrinu vid einn kertastubb og litid batterisljos.

I gaer gerdumst vid svo turistar og forum med Bikrom a helstu turistastadina. Thad var mun skemmtilegra en vid thordum ad vona, en halfur dagur var alveg nog fyrir okkur. Um kvoldid forum vid svo ut med stelpu sem vid kynntumst i Lukla sem heitir Katie, en hun er ad fara heim i dag. Vid skelltum okkur thessvegna a reggie barinn og dadumst af alvoru nepolskum rokkstjornum syngja Kings of Leon smellinn "your're sectiooon's on fire" og "I wanna make looooobe".

I dag er naestsidasti dagurinn okkar i Nepal, en a fostudaginn holdum vid af stad heim a leid, i tha miklu langferd. Thad verdur leidinlegt ad kvedja thetta mikla aevintyraland, en vid hlokkum lika til ad koma heim i islenska vorid!

Gongugarparnir i horkupuli!
Kvoldin voru kold ofan 4000 metranna
Haedarveiki setur strik i reikninginn, annar ferdalangurinn sefur ekki vegna hofudverks, hinn ekki vegna ahyggja og stodugra athuganna a lifsmorkum
12 timum sidar er ferdalangur A komin i grunnbudir Everest og ferdalangi B er batnad 1000 m nedar
 Ferdalangur A toppar Kala Patthar (5545 m) ad morgni med Pumo Ri i baksyn, adur en hun heldur til Pheriche til fundar vid sinn heittelskada
Nokkrum dogum sidar i sidmenningunni - Daal Baht hja Bikrom og fjolskyldu

Saturday, May 22, 2010

Aftur i Kathmandu

Tha erum vid komin aftur til Kathmandu, eftir mjog Nepalskan morgun sem for i bid eftir flugi, bid eftir hotelherbergi og bid eftir hadegismat... Allt gert i miklum rolegheitum, ad sjalfsogdu og ekki verid ad stressa sig neitt a hlutunum! Og nu bidum vid eftir ad komast i sima, en hollensk pia af hotelinu hefur akvedid ad hertaka hann og talar stanslaust... Vid tokum thvi med nyuppgotvadri (i minu tilviki) tholinmaedi.

Astandid i Kathmandu er skritid. Thad er likt og borgin sofi, og greinilegt ad eitthvad liggur i loftinu - sem thad sannarlega gerir. I stuttu mali somdu maoistar um "frid" vid stjornarflokkana arid 2006 og var eitt af skilyrdunum fyrir thvi samkomulagi ad ny stjornarskra yrdi samin og tilbuin fyrir 28. mai 2010. Og nu rennur senn upp sa merki dagur, en enn bolar ekkert a stjornarskra, maoistum til mikillar armaedu.

Thad er tho ekki thar med sagt ad her se eitthvad stridsastand i uppsiglingu, sidur en svo. Adferdir maoistanna eru fridsamlegar og snuast um motmaelafundi og allsherjarverkfoll, en einsog folk getur imyndad ser er ekkert serlega gaman ad vera turisti a medan allsherjarverkfalli stendur. Svo skal thad tekid fram ad maoistum er serlega i mun ad styggja ekki ferdamenn thar sem ferdamannaidnadurinn er svo ad segja staersa von Nepal, sem er eitt allra fataeasta riki heimsins og thad fataekasta i Asiu.

A midvikudaginn aetludum vid ad fara til Pokhara sem er naeststaersta borg Nepal, ef borg skyldi kalla en okkur var radlagt ad kaupa flugmida til ad komast orugglega til baka ef, eda eiginlega thegar, til verkfalls kemur. Thad er ekki odyrt ad fljuga og ef til verkfalls kemur medan vid erum i burtu er thad avisun a endalaust vesen og otharfa stress svo vid akvadum ad vera skynsama folkid og halda okkur vid Kathmandu og nagrenni.

A morgun er okkur bodid i mat til leidsogumannsins okkar og konunnar hans asamt Bill og Druban, sem eg kvaddi eftir grunnbudaaevintyrid, og thad verdur abyggilega merkileg lifsreynsla. Bikrom er thegar buinn ad undirbua okkur og tilkynna okkur ad heima hja honum seu engin hnifapor, og ef mer svo mikid sem dettur i hug ad nota hina oaedri vinstri hond til ad borda verdi ef litin hornauga af ollum naerstoddum... Eg er svo fegin ad hann varadi hina orvhentu mig vid!

Annars er litid a dagskranni annad en ad skoda borgina, Kathmandu-dalinn og njota sidustu fridaganna (og krossa putta og vona ad verkfallid hefjist ekki a allra naestu dogum...).

Bestu kvedjur fra Nepal

Friday, May 21, 2010

Dahl baht i hadeginu og dahl baht a kvoldin

Nu erum vid komin til Lukla og sitjum her a Starbucks netkaffihusinu. Vid fengum okkur tho kaffi her handan vid gotuna i Lukla. Sidan i 5000 m hefur lifid verid ad kvikna og vid finnum a kroppunum okkar ad thad er mun edlilegra astand ad vera her adeins naer sjavarmali.
Fra Periche heldum vid til Namche. Umskiptin vid ad fara nidur fyrir 4000 m voru storkostleg. Thad byrjadi ad sjast grodur aftur og sidan gengum vid nidur i skog og loks til Namche. Thar for eg i sturtu i fyrsta skipti i ruma viku, thad var storkostlegt og eg haetti ad geta smurt braud med oliuframleidslunni i hofdinu a mer. Hvildardagur i Namche var vel theginn, spila, lesa, pool a pool-bar med Led Zeppelin og Metallicu a blastinu. Hljomar eins og draumastadur unglingsara minna. Thar er byrjad ad blasta stundvislega kl. 15 og svo langt fram eftir. Tibeskir baenasongvar taka svo vid um kl 5.30 og fram undir hadegi. A pool bar eru margar sogur sagdar. Einn nordmadur var thar, hann var skrytinn, gerdi eitthvad af ser fyrir jol og er buinn ad vera vimadur i Nepal sidan i januar. Hann filadi samt Bonnie 'Prince' Billy!

Vid gengum til Phakding i gaer og svo stuttur dagur til Lukla i dag. Hotelid okkar er alveg vid hina hrikalega flugbraut. Thad er storkostlegt ad komast nidur, tehusin verda snyrtilegri og snyrtilegri, klosettin breytast ur holum i snyrtilegustu vatnsklosett og meira ad segja haegt ad fara i almennilega sturtu og sidast en ekki sist verdur maturinn sifellt fjolbreytilegri... uppi eru eingongu kartoflur, hrisgrjon og stoku gulrot og hvitkal en sidustu daga erum vid jafnvel farin ad borda paprikur, spinat, blomkal og eg veit ekki hvad. Hef komist ad thvi ad kjot se ekki alveg malid. Dyrunum slatrad i Kathmandu, flogid til Lukla og svo borid a bakinu uppeftir, vid thekkjum thessa burdarmenn yfirleitt a lyktinni og flugunum.

En naestua faersla verdur skrifud fra storborginni Kathmandu, flug ekki alveg akvedin og plan naestu daga ekki heldur. Latum vita thegar ad vid vitum!

Bestu kvedjur
Steinthor

Tuesday, May 18, 2010

Fra Namche til Namche
A sjo dogum

Hingad erum vid komin aftur, nokkud fyrr en aetlad var, i thetta sem var pinulitid thorp fyrir viku sidan en er nu storborg! Ymislegt hefur gengid a sidan sidast..

Ferdin gekk storfrettalaust fyrir sig fyrstu dagana thar sem vid thraeddum okkur upp Kumbudalinn gegnum hvert -cheid a faetur odru; fra Namche til Tengboche til Dingboche til Lobuche... En thar for ad draga til tidinda.

A leidinni uppi Lobuche, sem er i 4900 m haed, for Steinthor ad finna fyrir einkennum haedarveiki og var mjog slappur. Hann sofnadi thegar vid komum a afangastad og var hressari um kvoldid, og vid vorum nokkud bjartsyn um ad hann myndi na ad adlagast. Um nottina vaknadi hann hinsvegar med mikinn hofudverk og tha vissum vid ad thad var bara eitt i stodunni fyrir hann, ad fara nidur. Thad verdur ad vidurkennast ad thad var litid sofid thessa nott, undirritud audvitad daudhraedd vid thessa haedarveiki og vildi helst bera sinn heittelskada nidur strax um nottina. Svo var spurningin hvad eg aetti af mer ad gera.

Steinthor vildi strax ad eg myndi klara missionid fyrir okkur baedi, en thad var ekki audveld akvordun ad akveda ad halda afram ein og klara thad sem vid aetludum ad klara saman, og i ofanalag kvedja sarlasinn kaerastann sinn og fara i hina attina. En vid bitum baedi a jaxlinn og thad var akvedid ad Steinthor og Bikrom faeru til Periche en eg, Bill og Druban myndum reyna vid Gorak Shep, Base Camp og Kala Pathar tindinn.

Leidin upp i Gorak Shep var erfid, en eftir thrja tima vorum vid komin i thetta eydilega joklaumhverfi. Eitt verdur ad segjast strax, en thad er ad thegar madur er komin i thessa haed, yfir 5000 m, er allt erfitt. Madur verdur modur a thvi ad tannbursta sig! Um hadegisbilid heldum vid svo af stad i gonguna i grunnbudir, sem var einsog annad, long og strong. Leidin liggur upp og nidur jokulgarda og madur tharf reglulega ad setjast nidur til thess eins ad kasta maedinni, en milli thess labbar madur a hrada snigilsins.... Thetta er semsagt mikid tholinmedisverk! En allt hafdist thetta ad lokum og thad var storkostleg tilfinning ad komast a afangastad eftir allt sem a undan var gengid og standa tharna umkringd ollum thessum lygilegu tindum...

A medan thessu stod var Bikrom buinn ad koma Steinthori nidur i Pheriche. Steinthor upplifdi thessa fraegu tilfinningu ad "labba gegnum glugga" og tha var haedarveikin horfin, nema i hans tilviki voru thad gong! Steinthor bordadi svo sina fyrstu almennilegu maltid i solarhring undir hvatningarordum Bikroms og hresstist mjog vid thad. Svo spiludu their skitakall og snoker og lagu i grasinu og raeddu um lifid og tilveruna, skeggvoxt og hvort thad vaeri i alvoru okeypis matur og okeypis ad drekka i flugvelum...

Vid komum til baka ur grunnbudum kl. 16 og kl. 18 hringdi Druban fyrir mig nidur til Pheriche og eg fekk ad heyra i Steinthori, eg veit ekki hvort var anegdara med hitt, eg ad honum vaeri batnad eda hann ad eg hefdi komist alla leid.

Eg svaf einsog engill i Gorak Shep og fann ekki fyrir minnsta haedarveikisvotti, medan felagar minir voru nokkud slappir. Einn saenskur ferdafelagi helt thvi fram ad eg vaeri gerd ur jarni! Vid voknudum kl half 5 ad morgni til af klifa Kala Pathar i solarupprasinni, thad var eiginlega enn erfidara en grunnbudirnar - allt upp i moti og vid a hrada snigilsins. Thad var hinsvegar thvilik sigurstund thegar vid loksins nadum toppinum eftir 2 klst brolt i slow motion! Thessi aevintyri hafa verid thau likamlega erfidustu sem eg hef upplifad, eg er ad segja ykkur thad ad cross-fit er lautarferd midad vid thetta hafjallabrolt!

Eg held ad enginn hafi verid jafnfljotur og eg a leidinni fra Gorak Shep nidur i Pheriche, eg nanast hljop og var komin eftir 4 klst. Thetta var einsog atridi i romantiskri biomynd thegar eg kom labbandi og sa Steinthor standandi uta troppum, svo kom hann auga a mig og nanast hljop a moti sinni storkostlega threyttu en anaegdu kaerustu!

Vid akvadum i ljosi haedarveikisaevintyra ad slaufa Gokyo-leggnum og halda nidureftir. Tokum horkulabb i dag i solinni og thegar vid forum ad nalgast Namche foru skyin ad hrannast upp, thau fyrstu i ferdinni!

Vid komum til Kathmandu 22. mai og aetlum ad flyta heimfor eitthvad i ljosi thess ad i Nepal rikir halfgert ovissuastand - en i Bangkok ofremdarastand, svo vid slaufum theim dogum lika... Svo allir geta sofid rott!

A morgun er hvildardagur i Namche og eg er allavega mjog fegin ad eiga einn notalegan dag a thessu "haklassahoteli" sem thad er ordid a thessum 7 dogum adur en vid forum af stad a ny.

Tuesday, May 11, 2010

Chillad i Himalaya

Vid Sandra erum stodd akkurat nuna i thessum toludu ordum i Namche Bazaar. Hofudstad sherpanna. Thetta er thridji dagurinn a trekkinu. En byrjum nu a byrjuninni.
Vid komum til Kathmandu i mitt verkfall um daginn, man ekki hvad thad er langt sidan, thad var thrugandi astand en eg hitti a mann fra sama fyrirtaeki og eg versladi vid sidast a ferdum minum um Nepal. Vid gengum um autt Thamel hverfid, hann hringdi simtal thad kom madur mjog athugull og thegar allir voru vissir um ad engir maoistar vaeru a svaedinu hlupum vid inn diludum um ferdina. Tho voru ljosin ekki kveikt.

Kathmandu er aevintyraleg, stor en samt litil, klikkud en samt einhvern veginn audveld. Thar er eins og folki, husum, motorhjolum, bilum, stoku kum, hundum og otal rafmagnsvirum hafi verid blandad saman i fotu og sidan verid hellt ur.

En af stad i trekkid komumst vid a sunnudaginn. Fyrst var mjog aevintyralegt flug til Lukla. Eftirtekt voktu Storkostleg Himalayafjollin asamt handmalada 'Bannad ad reykja'-skiltinu. Lendingin a eftir ad lifa i minningunni, fyrst steypti flugvelin ser nidur, rykktist sidan upp og lenti a flugbrautinni sem er eiginlega allt of stutt og hallar um 20-30 gradur. Thannig naest ad stytta hana, flugvelar fljotari ad stoppa og svo steypa taer ser vist fram af og na hrada ut af hallanum. Allt utpaelt.

Gangan hofst um leid fra Lukla. Eg var med kvef, leid illa og skilst a myndum ad daema ad eg hafi verid med halfgerda skeifu. Sandra brosti hins vegar hringinn og fannst thetta allt storkostlegt sem thad audvitad er! Fyrsta nottin var i Phakding og i gaer komum vid til Namche. Vid finnum alveg fyrir haedinni herna, kroppurinn virkar fint og lappirnar eru ekkert threyttar, madur er bara svo rosalega modur. En thad a nu allt eftir ad lagast. I dag gengum vid upp a haedina ofan vid Namche og saum Everest, Lhotse, Ama Dablam svo eitthvad se nefnt. Thvilik fjoll og thvilikt utsyni! Aetla ekki einu sinni ad reyna ad lysa thvi!! Storkostlegt!!

Vid erum med guide, Bikrom sem hugsar vel um okkar og svo erum vid samferda hinum astralska Bill sem er med odrum guide fraenda Bikroms. Hann er fyndinn kall. Fyrrum rokkstjarna sem reykti mikid hass, bordadi tofrasveppi otaepilega og en er nu buinn ad snua vid bladinu og stundar joga, kung-fu asamt thvi ad vera mjog andlega thenkjandi. Vid erum strax oll ordin aldavinir.

Naestu daga eigum vid eftir ad fikra okkur lengra upp eftir og sja enn fleiri fjoll og enn meira utsyni.

Bid ad heilsa heim

Saturday, May 8, 2010

Ferdaplanid!

Tha lidur senn ad brottfor og vid buin pakka i bakpokana og gaeda okkur a dyrindis pizzu...  Thad fer semsagt allt ad verda klart. Naestu daga gerum vid rad fyrir ad komast eitthvad a netid og segja ferdafrettir en ofan 4000 m verdur minna um skrif.

I dag graejudum thad allra sidasta fyrir trek og hittum guidinn okkar, hann Bikrom. Sa hefur labbad thessa leid margoft en var samt sem adur aesispenntur ad komast af stad og mun hann saekja okkur a hotelid eldsnemma i fyrramalid, en vid eigum bokad flug til Lukla um atta leytid.

Thratt fyrir ad vera sannarlega sannkristin i einu og ollu einsog vera ber akvadum vid ad gulltryggja okkur og fa Buddah lika til ad hafa auga med okkur, enda stodd a hans landsvaedi. Thessvegna forum vid thartilgerds saumamanns og letum gamlan draum Steinthors raetast thegar kappinn saumadi Buddah-augu i peysurnar okkar. Thetta mun semsagt vera vaninn a thessum slodum, svo Buddah karlinn hafi auga med okkur a labbinu, eda einsog sja ma a medfylgjandi myndum, "watches our backs".

Sandra komin med Buddah-augu a bakid
 
Steinthor kominn i girinn!

Fyrir ahugasama er planid svo a thessa leid: (sja nanar her)

9. 5. Flogid til Lukla (2840 m). Labbad til Phakding (2610 m)
10.5. Phakding -> Namche Bazaar (3440 m)
11.5. Namche Bazaar - adlogunardagur
12.5. Namche Bazaae -> Temboche (3860 m). Gengid a Khumjung (3790 m) a leidinni.
13.5. Tengboche -> Dingboche (4410 m)
14.5 Dingboche - adlogunardagur
15.5. Dingboche -> Loboche (5110 m)
16.5. Loboche -> Gorak Shep
17.5 Gorak Shep - Base Camp - Gengid a Kala Paathar (5545 m) -> Dzonglah (4830 m)
18.5. Dzonglah -> Dragnag (4700 m)
19.5. Dragnag -> Gokyo og hin heilogu votn (4790 m)
20.5. Gokyo -  labb um Gokyodal
21.5. Gokyo - gengid a Gokyo Ri (5483 m)
22.5 Gokyo -> Dole (4200 m)
23.5. Dole -> Namchee Bazar/Monjo (2835 m)
24.5. Namche Bazaar/Monjo -> Lukla
25.5 Flug fra Lukla til Kathmandu

Ollum er gudvelkomid ad hugsa til okkar a leidinni! Namaste!

Friday, May 7, 2010

Namaste Nepal!
Med good luck sukkuladid ad vopni

Sidustu tveir solarhringar hafa verid ansi hreint aevintyralegir. I hadeginu i gaer lagum vid i solbadi vid sundlaugina a fimm stjornu hotelinu a Bali, i gaerkvoldi bordudum vid McDonalds i idnadarhverfi i Bangkok og nu erum vid her, i Nepal!

Thad voru illa sofnir ferdalangar med vott af hnut i maga sem logdu af stad snemma i morgun a flugvollinn i Bangkok, vitandi af allsherjarverkfallinu her i landi. Svona til oryggis var komid vid i Thailenskri bud a flugvellinum og fjarfest i tveimur snakkpokum. fjorum pakkasupum og good luck sukkuladi. Og svei mer ef sukkuladid svinvirkadi ekki.

Her hefur allt gengid vonum framar! Um leid og vid komum ut af flugvellinum saum vid glitta i mann fyrir midju med skilti med nafni Steinthors a - bokunin a Pilgrim Guesthouse hafdi eftir allt skilad ser! Hann visadi okkur a rutu sem keyrdi okkur beinustu leid a thetta yndislega hostel thar sem vid munum bua fram a sunnudag. A hostelinu fundum vid svo mann sem fyrir einhverja dasamlega good luck-sukkuladi tilviljun var fra somu ferdathjonustu og Steinthor skipti vid sidast thegar hann var her, vid mikinn fognud vidstaddra. Sa skipulagdi 17 daga trekk fyrir okkur fyrir nakvaemlega thad verd sem vid hofdum sett okkur ad fa, fyrir 14 daga trekk..!

A sunnudag holdum vid af stad til Lukla thadan sem vid roltum af stad i Base Camp og i bakaleidinni komum vid svo vid a hinum heilaga stad, Gokyo thar sem vid stoppum i tvaer naetur.

Hvad verkfallid vardar tha virdist adeins vera ad slakna a thvi. Her fengu kaupmenn leyfi til ad opna budirnar fra 18-20 i gaer og svo var akvedid ad leyfa opnun fra 18-22 i dag. Annars fer thetta allt fridsamlega fram og vid verdum ekki vor vid neitt nema ovenjumikinn sunnudag hedan af hotelinu okkar.

Thetta byrjar vel og vid eigum enn atta sukkuladimola eftir... Og hvad Nepal vardar, tha get eg svo svarid thad ad hingad hef eg komid adur...! Bidjum ad heilsa ollum og bendum a okkar Nepalska gsm numer naestu vikurnar +977-9808619310.
Namaste!
Free counter and web stats