Monday, April 19, 2010

Fall er fararheill

Kæru lesendur Sandkastalans

Það hafa orðið þáttaskil í sögu Sandkastalans en nú í fyrsta sinn hefur gestaskrifari skrifað færslu á þetta frægasta ferðablogg 21. aldarinnar. Það er því með gleði í hjarta sem fyrsta blogg undirritaðs er skrifað.

Síðustu dagar hafa verið æsilegir. Vaknað oft á nóttu til að athuga flugstatus. Hringt til ferðaskrifstofa og flugfélaga, landsnúmerið í Taílandi er 66. Hætt við að fara í flugvél þegar óvænt kom í ljós að hún væri á leið til Gautaborgar. Loks kom þó lending í málið. 

Við fljúgum út til Kaupmannahafnar á laugardagsmorgun og áleiðis til Balí á sunnudag. Þessi breyting vakti mikla ánægju hjá kettinum Loga og mæðrum okkar.

Það er skrýtin tilfinning að fresta ferðalaginu svona snögglega. Kveðjupartí haldið, hjartnæmar kveðjustundir fullar af faðmlögum og tárum, andartaki síðar mætir maður viðkomandi á götu.
Tilhlökkun er þó farin að gera vart við sig og nú er maður þegar búinn að pakka tvisvar. Allt er þá þrennt er.

4 comments:

Unknown said...

Heimsreisan byrjar á Íslandi!

Hvar er "like" takkinn á síðu þessari?

Sandra said...

hafðu þetta nafni!

Steinþór said...

Like á like-takkann..!!

Unknown said...

Þetta blogg verður auðvitað ekki fallegra á litinn og meira aðlaðandi! Hlakka til að lesa meira og meira :D

Free counter and web stats