Thursday, April 22, 2010

Kaupmannahöfn - Bangkok
Það verður sko skálað um leið og við setjumst um borð...

Þessi langa aukavika sem bættist við biðina hefur auðvitað flogið einsog tíma er von og vísa og við erum aftur komin í ferðagírinn, þó nokkuð á tánum vegna undangenginna hrakfara...

Að þessu sinni eigum við bókað flug að morgni laugardagsins til Kaupmannahafnar og svo verður flogið sem leið liggur til Bangkok á sunnudeginum. Hér á bæ eru allir sammála um það að um leið og vélin til Bangkok hefur sig til flugs frá þessari öskumenguðu Evrópu mun slakna á hverri taug í trekktum líkömum ferðalanganna, því þó þessi vika hafi liðið nokkuð hratt skal það viðurkennast að hún hefur að miklu leyti einkennst af taugaveikluðum net-rúnti um veðurstofuna, fréttavefina og flugfélögin.

Þessi vikuseinkun á ferðalaginu hefur annars reynst nokkuð vel. Við erum búin að pakka almennilega, við erum búin að klára kveðjurúntinn, hitta Björk, fyrirlestrarnir fyrir ráðstefnuna eru klárir - og svo hefur líka rignt alla vikuna á Bali.

En nú má fara að stytta upp... Brottför er áætluð eftir tæpa tvo sólarhringa, og vonandi verður næsta færsla frá aðeins meira framandi slóðum en Reykjavík city.

No comments:

Free counter and web stats