Sunday, May 2, 2010

Ferdalag um lendar Modur Jardar

I
Eg verd ad vera hreinskilinn og segja ad a Islandi vex ekki mikill grodur. Lengi vel helt eg ad krydd yxu i krukkum og avextirnir kaemu ur verksmidjunni.
I eitt af theim skiptum thegar vid Kolbeinn satum undir stjornuhimninum i Andalusiu, dadumst ad stjornuhimninum og hringdum i Sondru uppgotvudum vid ad vid satum i alvorunni inni i oregano-runna. Thessi uppgotvun var storkostleg. I somu ferd uppgotvadi eg rosmarin og appelsinur.
I dag ferdadist eg um uppsveitir Bali. Her er graenn litur grodursins graenni en eg hef adur sed. Vid bordum avexti af trjanum svo yndislega gomsaeta. Marga hverja hef eg aldrei sed adur og hvad ta ad eg viti nofnin a theim. Einnig bordum vid avexti sem fast i avaxtadeild Hagkaupa og svo margt fleira.
Munid thid hvernig mer leid thegar eg uppgotvadi oregano?
Imyndid ykkur nu ad eg sed mango, papaya, avocado, kanill, vanillu, kaffi, kako, banana, kokoshnetur, melonur, hrisgrjon, chili.
Ad ganga um sveitir Bali er likt og ad ganga i legi Modur Jardar.

II
I dag leid mer eins og eg hefdi utskrifast. Thegar vid Sandra byrjudum saman drakk eg varla kaffi. Mikid hefur verid unnid i thvi. Margar tegundir af kaffi hafa verid drukknar. Spad i syrni, hitastigi, aferd. Mismunandi uppahellingar athugadar og ofair espressoar verid gerdir i Francis.
I dag utskrifadist eg. I dag var eg i Indonesiu ad drekka kaffi. I dag drakk eg kaffibaunir sem hafa ferdast i gegnum melting kattardyrs.
Fylgdist med raektun, brennslu og molun.
Domur: Einstaklega bragdmikid en jafnframt einstaklega mjukt. Thad myksta sem undirritadur hefur drukkid i gegnum tidina.

III
A fimmtudaginn fljugum vid til Bangkok og lendum i Kathmandu a fostudaginn. Thangad til aetlum vid ad njota ljufa lifsins i botn.

Bestu kvedjur ur solinni
Steintor

6 comments:

Unknown said...

Þetta er bara eins og að lesa um Adam og Evu í Aldingarðinum! Nja, eða byrjunina að handriti Avatar 2! ;)
Frábært að renna í gegnum þessa lesningu, sérstaklega kaffidómana - hlakka til að heyra meira og góða skemmtun...
Hjalti

Unknown said...

Ljóðrænn, ekki hægt að segja annað!

Það er ekki laust við að útþráin geri vart við sig við svo ljóðræn skrif.

Treysti því Steinþór að þú hafir verið klæddur sömu fötum í móðrlífi Jarðar og í móðurlífi þinnar móður.

Góða ferð gott fólk!

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar við fylgjumst vel með og kíkjum á hverjum degi og sjáum að þið lifið eins og blóm í eggi. Kveðja frá öllum á Vitastíg.

Valur said...

Djööh, núna verður maður að komast þarna til Balí, þetta hljómar eins og einhver paradís.

Skemmtilegt að lesa bloggið ykkar, skemmtið ykkur vel og keep us posted! ;)

Unknown said...

Er það sem sagt þannig, að lífsinns verður ekki notið í Kathmandu? Eitthvað segir mér að þið byrjið ekki að njóta fyrr en þá.

Steinunn said...

Ég á alltaf pínu erfitt með kúkuðu kaffibaunirnar en samt er það svo ógurlega spennandi. Ég hefði gjarnan viljað útskrifast með þér! Ég vona að þú hafir tekið myndir því ég á bágt með að trúa því að kakó sé eitthvað annað en í dós frá Kötlu, svo ekki sé minnst á kanil og vanillu.

Free counter and web stats